Fundargerð 124. fundar stjórnar SSNV, 16. júní 2025

Fundargerð 124. fundar stjórnar SSNV, 16. júní 2025
Lesa meira

Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi

Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar.
Lesa meira

Hvernig gengur sveitarfélögum í úrgangsmálum?

Í nýjasta hjaðvarpsþætti Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ráðhúsinu, er umfjöllunarefnið Hvernig gengur sveitarfélögum í úrgangsmálum? Í þættinum ræðir Finnur Ricart Andrason, sérfæðingur í umhverfismálum hjá Sambandinu, við Frey Eyjólfsson, verkefnastjóra fræðslu og kynninga hjá Sorpu, um stöðu úrgangsmála hjá sveitarfélögum landsins.
Lesa meira

Styrkir til verkefna sem efla farsæld barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem stuðla að aukinni velferð og farsæld barna. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem miða að því að sporna gegn ofbeldi meðal barna, í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda í þessum málaflokki.
Lesa meira

Sögusetur Íslenska fjárhundsins opnað á Lýtingsstöðum í Skagafirði

Íslenski fjárhundurinn hefur nú fengið sitt eigið sögusetur í Skagafirði þar sem saga hans er varðveitt og sýnd almenningi.
Lesa meira

Verkfæri fyrir hringrásarhagkerfi

Nú er komið á netið ítarlegt safn verkfæra sem ætlað er að styðja við og efla innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Verkfærin voru þróuð innan verkefnisins Target Circular með stuðningi Interreg Northern Periphery and Arctic (NPA) og er ætlað að veita stefnumótendum, hagsmunaaðilum og fyrirtækjum hagnýta leiðsögn og raunhæfar leiðir til að tileinka sér sjálfbærari starfshætti.
Lesa meira

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðvestursvæði

Biskup Íslands auglýsir eftir svæðisstjóra æskulýðsmála á Norðvestursvæði Svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasts tilsjón með æskulýðsstarfi í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Lesa meira

Málþing um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði

Í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu verður haldið rafrænt málþing miðvikudaginn 4. júní kl. 09:00–10:30 undir yfirskriftinni Svæðisbundinn stuðningur í íslenskum landbúnaði.
Lesa meira

Húnabyggð hlýtur styrk frá Innviðaráðuneytinu

Styrkbeiðni Húnabyggðar um styrk til að þróa og efla almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins með áherslu á samgöngur fyrir börn og ungmenni var ein fjögurra sem hlutu styrk Innviðaráðuneytisins vegna aðgerðar A.10 á byggðaáætlun, Almenningssamgöngur milli byggða.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki úr FrumkvöðlaAuði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr FrumkvöðlaAuði fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. FrumkvöðlaAuður hvetur konur til athafna með styrkjum til frumkvöðlastarfs þeirra.
Lesa meira