Verslun á netinu

Þann 17. september 2020 stóð SSNV fyrir ráðstefnu á facebook síðu SSNV um verslun á netinu. 

Að undanförnu hefur kauphegðun tekið miklum breytingum og hefur sala á netinu færst í aukana. Í því felast tækifæri fyrir framleiðendur og söluaðila á landsbyggðinni. Það er hins vegar að mörgu að hyggja við uppsetningu árangursríkrar vefverslunar. Þrír fyrirlesarar héldu erindi um viðfangsefnið auk þess sem spjallað var við aðila sem þegar hefur sett upp vefverslun.