26.03.2024
Í vikunni 4.-8. mars héldu Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir til Írlands vegna Norðurslóðaverkefnsins Target Circular. Markmið ferðarinnar var verkefnafundur samstarfsaðila og viðburður á vegum samstarfsaðilanna.
Lesa meira
22.03.2024
Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.
Lesa meira
19.03.2024
Leikflokkur Húnaþings vestra hlýtur viðurkenninguna fyrir leikritið Himinn og Jörð. Leikflokkurinn hefur getið af sér gott orðspor við uppsetningu á verkefnum og er árangurinn eftir því. Tvisvar sinnum hefur leikflokknum hlotnast sá heiður að sýningar hópsins hafi verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning og fengið að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu.
Lesa meira
19.03.2024
Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Lesa meira
18.03.2024
Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hljóta viðurkenninguna fyrir kaffibrennsluna Korg fyrir framleiðslu á kaffi. Uppbygging er hafin á kaffibrennslu á Páfastöðum 2 í Skagafirði en kaffibrennslan Korg hefur það markmið að flytja inn ferskar kaffibaunir í háum gæðum og auka þannig úrval af gæða kaffi á Íslandi, sérstaklega á Norðurlandi vestra.
Lesa meira
15.03.2024
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Silfurbergi í Hörpu í gær. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV var stödd þar ásamt fleiri góðum fulltrúum frá Norðurlandi vestra og landinu öllu.
Lesa meira
15.03.2024
Hefur þú áhuga á að þróa hjólaferðamennsku? Þá gæti þessi viðburður átt erindi við þig
Lesa meira
14.03.2024
Magnús Barðdal, verkefnastjóri fjárfestinga, er staddur á einni stærstu fjárfestingarstefnu heims, MIPIM í Cannes í Frakklandi í hópi Íslandsstofu. Þar er áhersla lögð á grænar lausnir og sjálfbærni.
Lesa meira