Nýsköpun og atvinnuþróun

SSNV sinnir ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

SSNV atvinnuþróun aðstoðar fyrirtæki og aðila sem hyggja á atvinnurekstur við að greina þörf sína fyrir frekari sérfræðiaðstoð og veita upplýsingar um hvar slíka aðstoð er að fá, jafnt innanlands sem utan.

Atvinnuráðgjafar veita m.a.

  • ráðgjöf við rekstraráætlanagerð
  • upplýsingar um mögulega styrki í boði
  • hvar verkefnið passar inn
  • aðstoð við stofnun á fyrirtæki
  • ráðgjöf við markaðssetningu
  • aðstoð við lánsumsóknir hjá Byggðastofnun

 

SSNV atvinnuþróun er tengiliður á milli tækni- og þjónustustofnana og þeirra sem starfa að atvinnurekstri og atvinnumálum á Norðurlandi vestra. SSNV atvinnuþróun stendur einnig fyrir námskeiðahaldi og annarri fræðslustarfsemi og stuðlar að aukinni samvinnu fyrirtækja.

Atvinnuráðgjafar SSNV eru staðsettir á Hvammstanga, Skagaströnd og Sauðárkróki, sjá nánar HÉR.

Hafðu samband við atvinnuráðgjafa og bókaðu viðtal, það kostar ekkert.