QR-kóðar - leiðbeiningar

QR-kóði er nokkurskonar strikamerki sem hægt er að geyma gögn á bak við. Með því að nota myndavél í síma eða öðru snjalltæki  er hægt að skanna strikamerkið og skoða efnið sem tengt er kóðanum. QR er stytting á Quick Response.

Með QR-kóðum er hægt að deila efni á einfaldan hátt en til að hægt sé að deila efninu verður það að vera vistað einhversstaðar á netinu. Til dæmis er hægt að deila vefslóðum, myndböndum af Youtube,  hljóðskrám, myndum/efni sem vistað er í skýjum og efni af samfélagsmiðlum.