Starfsfólk SSNV – Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra tók þátt í haustfundi landshlutasamtakanna sem haldinn var 5.–6. nóvember á Mývatni.
Á fundinum var m.a. farið yfir byggðaáætlun Íslands 2022–2036 (sjá á Alþingi.is). Skipt var þátttakendum niður á vinnuborð og ræddir bæði kostir og áskoranir byggðaáætlunarinnar. Þátttakendur tóku virkan þátt í umræðum og sköpuðust líflegar sem og gagnlegar umræður við öll vinnuborð þar sem reynsla og sjónarmið úr ólíkum landshlutum komu saman.
Haustfundir landshlutasamtakanna er mikilvægur vettvangur fyrir samráð og sameiginlega stefnumótun, þar sem rætt er um verkefni á sviði byggðamála, innviða og þjónustu við íbúa landsins.
SSNV þakkar skipuleggjendum fundarins fyrir góðan og lærdómsríkan vettvang fyrir samráð og samstarf um málefni sem snerta framtíð landshlutanna allra.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550