Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn viðburður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem Jóhanna Erla Pálmadóttir og börnin hennar afhenda til samfélagsins fullkláraðan refil sem segir sögu Vatnsdæla. Refillinn er afar veglegur; 46 metrar á lengd og 50 sentimetrar á hæð. Saumað var í 9809 klukkustundir og 20 mínútur og urðu saumaskiptin 4.536. Ljóst er að mörg handtökin fjölmargra einstaklinga liggja að baki slíku verki.
Athöfnin hefst kl. 17:00 og er öllum opin en fjöldi gesta hefur boðað komu sína.
Í fyrsta skipti verður sérstakt kall Norðurslóðaáætlunarinnar helgað ungu fólki árið 2026.
Nú fer að líða að fyrstu göngum og svo réttum í kjölfarið.
Búið er að taka saman lista yfir allar réttir í landshlutanum, bæði sauðfjár- og stóðréttir. Athugið að aðeins er um að ræða lista yfir fyrstu réttir.
Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV, 15. ágúst 2025
Fundargerð 125. fundar stjórnar SSNV, 21. júlí 2025
Fundargerð 124. fundar stjórnar SSNV, 16. júní 2025
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir kröftugum hjúkrunarfræðingi á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings með aðsetur á þjónustuskrifstofunni á Hvammstanga. Helsta hlutverk skrifstofunnar er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur fæðingarorlofs, sorgarleyfis og ættleiðingarstyrkja. Auk þess annast skrifstofan móttöku og þjónustu við atvinnuleitendur og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.