Kynningarfundur á Norðurlandi vestra fyrir íslenskar útflutningsgreinar

Fjallað verður um niðurstöður endurskoðaðrar útflutningsstefnu og helstu þjónustu og aðgerðir Íslandsstofu fyrir útflutningsfyrirtæki.
30.01.2026 Lesa meira

Sam­talið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn

Undanfarið hafa málefni barna og ungmenna verið mikið til umræðu í samfélaginu. Áhyggjur af líðan, frammistöðu í skóla, ofbeldi og félagslegri einangrun hafa kallað fram háværar raddir um að eitthvað þurfi að breytast. Í umræðunni er ítrekað kallað eftir auknu samstarfi innan kerfisins og að ólíkar fagstéttir, foreldrar og ungt fólk leggist saman á árarnar við að móta lausnir og raunhæfar aðgerðir. Inga Sæland, nýskipaður mennta- og barnamálaráðherra og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu einmitt þetta í Sprengisandi á Bylgjunni þann 25. janúar síðastliðinn. Þar var lögð áhersla á mikilvægi samtals og samvinnu á milli fagfólks og ólíkra þjónustukerfa. Þessi skilaboð eru mikilvæg og tímabær.
30.01.2026 Lesa meira

Aug­lýst eft­ir um­sókn­um um styrki til frá­veitu­fram­kvæmda

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda, en í fjárlögum 2026 er gert ráð fyrir að 378 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til og með 9. febrúar 2026.
30.01.2026 Lesa meira

Verkefnastjóri stórfjárfestinga á sviði atvinnuþróunar

Ríkisstjórnin vinnur að nýrri atvinnustefnu sem er ætlað að stuðla að aukinni framleiðni og leggja grunn að næsta hagvaxtarskeiði Íslands. Ýmis tækifæri eru til staðar til að auka fjárfestingu í atvinnuþróun og hefja kraftmiklar framkvæmdir sem bæta munu lífskjör í landinu.
10.09.2025 Lesa meira

Hjúkrunarfræðingur HSN Sauðárkróki

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir kröftugum hjúkrunarfræðingi á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
28.07.2025 Lesa meira

Mannauðsfulltrúi - HSN

Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun. Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
28.07.2025 Lesa meira
  • Húnaþing vestra

    Húnaþing vestra

  • Húnabyggð

    Húnabyggð

  • Skagaströnd

    Skagaströnd

  • Skagafjörður

    Skagafjörður