Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað um 577 milljónum króna úr Matvælasjóð. Alls bárust 177 umsóknir í sjóðinn og hlutu 53 af þeim styrk. 10% af veittum styrkjum fóru til Norðurlands vestra. Það voru Sjávarlíftæknisetrið BioPol, Ísponica og Burnirót sem náðu í styrk að þessu sinni fyrir hönd landshlutans.
Þann 7. júní næstkomandi verða haldnir opnir kynningafundir á Hvammstanga og á Blönduósi þar sem doktor Vífill Karlsson kynnir niðurstöður rannsóknar þar sem borið var saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í A-Hún, V- Hún og Dölunum.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Við höfum brennandi áhuga á loftsslagsmálum og aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki við umsóknarskrif. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með hugmynd sem gæti átt erindi í þennan sjóð
Fundargerð 94. fundar stjórnar SSNV, 2. maí 2023.
Fundargerð úthlutunarnefndar 30. nóvember 2022
Fundargerð 93. fundar stjórnar SSNV, 4. apríl 2023.
SSNV leita að öflugum verkefnastjóra sem hefur áhuga og ástríðu fyrir uppbyggingu samfélags á Norðurlandi vestra. Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur góða hæfileika í mannlegum samskiptum.
Fjölskyldusvið Skagafjarðar samanstendur af þremur meginstoðum sem starfa samþætt; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu, ásamt öflugri stoðþjónustu sérfræðinga sem vinna þvert á sviðið.
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir 100% starf í íþróttahúsi og sundlaug laust til umsóknar.