Myndefni af Norðurlandi vestra

Ljósmyndir

(c) Markaðsstofa NorðurlandÁ þessum hlekk má finna úrval mynda af Norðurlandi vestra, sem nota má í markaðs- og kynningarstarf tengt svæðinu.  Meira á eftir að bætast við og myndabankinn verður uppfærður eftir föngum.

Við notkun er mikilvægt er að myndirnar séu ávallt merktar rétthafa:  

(c) Markaðsstofa Norðurlands  eða   (c) Visit North Iceland

                                                                                                                                          

Myndbönd

Hér er hlekkur á Youtube síðu Markaðsstofu Norðurlands og þar getið þið hlaðið niður 30 sekúndna klippum, sem settar hafa verið saman með svipmyndum frá öllum þéttbýliskjörnum
á Norðurlandi vestra: Blönduós, Borðeyri, Hofsós, Hólar í Hjaltadal, Hvammstangi, Laugarbakki, Skagaströnd, Varmahlíð (Sauðárkrókur kemur innan skamms).                                            
Sömu klippur er hægt að fá án merkis Markaðsstofunnar og skal þá senda beiðni á tölvupósti á:  rognvaldur@nordurland.is 

Þá hefur verið tryggður aðgangur að umfangsmiklu myndbandsefni, sem tekið hefur verið á svæðinu síðustu misseri. Hýsing þess er í höndum framleiðanda, sem er Tjarnargatan ehf og munu þau sjá um að taka til þær klippur, sem óskað er eftir. Fyrir þessa þjónustu þeirra verður reiknað tímagjald, sem er kr 15.900,- klst. Það er því mikilvægt að ósk um efni sé hnitmiðuð og best að taka fram t.d. hvaða árstíð, staðir og e.t.v. afþreying eigi að vera ráðandi í klippunum, sem verða settar á flakkara (ykkar eigin eða keypt af þeim). Pöntun hjá , arnarhelgi@tjarnargatan.is eða skapti@tjarnargatan.is.

 Þessi útvíkkun myndabankans í samvinnu við Markaðsstofu Norðurlands og aukin aðgangur fyrir fyrirtæki á svæðinu að honum er tilkomið með framlagi úr einu af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2018/2019. 

 

Hér má svo finna klippur úr þáttaröð N4 "Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi vestra" frá því snemmsumars 2020, sem framleitt var með framlagi úr sérstöku átaksverkefni sóknaráætlunar vegna Covid 19.