SSNVarp

Á Norðurlandi vestra þrífst fjölbreytt og gróskumikið atvinnulíf. Eitt af markmiðum SSNV er að stuðla að eflingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra. SSNV vill bæta aðgengi fyrirtækja og annarra hagsmunaaðila á svæðinu að fræðslu- og kynningarefni með streymi frá viðburðum á vegum samtakanna og gerð kennslumyndbanda með hagnýtu efni sem tengjast rekstri fyrirtækja. Stefnt er að setja inn reglulega efni sem tengist rekstri og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Ef þú hefur hugmynd að efni til umfjöllunar eða kynningar vinsamlegast hafðu samband á ssnv@ssnv.is.