Núgildandi sóknaráætlanir landshlutanna gilda út árið 2024. Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra sem mun taka gildi um áramót. Vilt þú hafa áhrif á nýja áætlun? Hafðu samaband ssnv@ssnv.is.
SSNV hefur boðað til funda á þremur stöðum á Norðurlandi vestra.
Félagsheimilið á Hvammstanga - 20. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Félagsheimilið á Blönduósi - 21. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Félagsheimilið Ljósheimar í Skagafirði - 22. ágúst kl. 17:00 – 19:00.
Stefnuáherslur á vinnustofum eru eftirfarandi:
- Samstaða, jákvæðni og bjartsýni – Drifkraftur íbúa mótar samfélagið.
- Aukin nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf – Öflugt atvinnulíf styður við lífsgæði á svæðinu.
- Góður staður til að búa á – Blómlegt menningarlíf og fjölskylduvænt samfélag.
- Landshluti í sjálfbærri uppbyggingu – Samfélag í forystu í umhverfismálum.
Á vinnustofunum fá íbúar tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri en afurðir vinnustofanna verðar nýttar við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029. Við viljum sjá fólk á öllum aldri, einnig er íbúum frjálst að mæta á á alla fundina og/eða fund sem er ekki í þínu sveitarfélagi.
Vönduð og vel unnin sóknaráætlun er öflugt stjórntæki
Að hafa stefnumótandi áætlun og áherslur fyrir okkar landsvæði getur skipt sköpum. Aðferðafræði sóknaráætlana veitir okkur aukið frelsi til athafna og ákvörðunartöku um mál og málefni sem varðar okkar samfélag. Þannig er sóknaráætlunin okkar stefnumótandi skjal sem varpar ljósi á þau gildi og menningu sem landshlutinn byggir á.
Sóknaráætlun tekur mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og annarri opinberri stefnumótun.
Fjármunirnir nýtast best hjá þeim sem þekkja aðstæður og hafa innsýn í nærumhverfið
Lög um sveitarstjórnir fela landshlutasamtökum sveitarfélaga að vinna sóknaráætlanir á sínu svæði og bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Samkvæmt lögunum skulu sóknaráætlanir taka mið af meginmarkmiðum byggðastefnu og eftir atvikum öðrum opinberum stefnum. Sóknaráætlanir eru þannig t.d. tengdar með beinum hætti við byggðaáætlun fyrir allt landið.
Bein áhrif á lífsgæði og samkeppnishæfni landshluta
Byggðamál eru viðfangsefni allra ráðuneyta og ná til landsins alls. Sóknaráætlanir auka samráð ráðuneyta á sviði byggðamála og aðlaga byggðamál að annarri stefnumótun. Í framtíðarsýn í núgildandi byggðaáætlun kemur fram að í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.
Kynningarrit um samninga Sóknaráætlanir landshluta
Introduction about Sóknaráætlun (Regional plan of actions) in english