Sóknaráætlun

Þann 12. nóvember 2019 var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2020-2024. Samningana undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir og formenn eða framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, undirritaði fyrir hönd SSNV.

Heildarupphæð samningana er ríflega 750 milljónir króna en til viðbótar mun mennta- og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta.

Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.

 

Kynningarrit um samninga Sóknaráætlanir landshluta

Introduction about Sóknaráætlun (Regional plan of actions) in english