SUB - Sjálfbær hjólaferðaþjónusta í dreifðum byggðum Norðurslóða

Ferðaþjónusta er lykilatvinnugrein víða á Norðurslóðum og jaðarsvæðum. Hjólaferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein, sem sérstaklega hefur möguleika á að stuðla að efnahagslegri fjölbreytni og viðnámsþoli á afskekktum svæðum. Verkefni þetta miðar að því að styðja við sjálfbæran vöxt hjólaferðaþjónustu á NPA-svæðum. Meðan á verkefninu stendur mun samstarfshópurinn ásamt mismunandi aðilum í hjólaferðaþjónustu kanna, sannreyna og prófa markaðsmöguleika  og hagnýtar lausnir í þróun sjálfbærrar hjólaferðaþjónustu.

 

Verkefnið verður unnið með 3ja fasa nálgun:

Fasi 1 (WP1): Þverþjóðlegt módel fyrir bestu aðferðfræði í framkvæmd sjálfbærrar  hjólaferðamennsku innan NPA-svæðanna.

Þessi fasi rýnir og endurnýjar verklag og aðferðir til að þróa sjálfbært innra og ytra rekstrarumhverfi ör- og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem starfa á sviði hjólaferðaþjónustu.

Fasi 2 (WP2): Uppbygging getustigs í frumkvöðlafærni og viðskiptamódelum fyrir SUB (Sjálfbæra hjólaferðaþjónustu í dreifðum byggðum Norðurslóða)

Þessi fasi styður færnieflingu ör- og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem starfa á sviði hjólaferðaþjónustu á grundvelli niðurstaðna úr fasa 1.  Á sama tíma kynnir verkefnið fræðsluráætlun til að skiptast á reynslu og þróa sérþekkingu á sviði frumkvöðlahæfileika og stafrænna lausna.

Fasi 3 (WP3):  SUB tengslanet og aðferðir klasasamstarfs,  sem styðja við markaðsútvíkkun

Þessi fasi styður þróun samstarfsneta í sjálfbærri hjólaferðamennsku þvert á svæðin, til að styðja við sameiginlega þróun og skiptast á reynslu. Á meðan á þessum fasa stendur kemur verkefnið af stað einingakerfi til að styðja við innleiðingu náms í færniöflunaraðferðum í ör- og litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Lærdómur og árangur SUB verður sameinaður svæðisbundnum  áætlunum um sjálfbæra hjólreiðaferðaþjónustu. Aðalskipulagið mun vera innlegg í byggðaþróun á næstu árum.

SUB verkefnið er leitt af sveitarfélagasambandi Austur-Lapplands frá Finnlandi. SUB samstarfsaðilar eru frá Finnlandi (Náttúruauðlindastofnun Finnlands), Íslandi (SSNV Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra), Færeyjum (Visit Torshavn), Svíþjóð (Jämtland Härjedalen Tourism) og Írlandi (Donegal County Council). Verktíminn er frá júní 2023 til maí 2026.
Heildarfjárhæð verkefnisins  eru 1.876.079,- evrur. Það er styrkt af Norðurslóðaáætlun (NPA - Northern Periphery and Arctic Program) 2021 -2027 um 1.475.373,- evrur og samstarfsaðilum verkefnisins.