Opið er fyrir umsóknir í loftslagssjóð til 15. júní

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Við höfum brennandi áhuga á loftsslagsmálum og aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki við umsóknarskrif. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með hugmynd sem gæti átt erindi í þennan sjóð
Lesa meira

Bókun stjórnar SSNV

Stjórn SSNV tekur undir bókun Samtaka orkusveitarfélaga um mikilvægi þess að arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu skiptist með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við vinnslu og flutning orku.
Lesa meira

Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnað

Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnaði formlega í gær. Húsnæði hótelsins og umhverfi þess er einstak fyrir margar sakir. Hótelið stendur í miðjum gamla bænum og er húsið upprunalegt að hluta frá árinu 1900 og var þá bústaður sýslumanns Húnvetninga. Eigendur kappkostuðu því að halda í upprunalegt útlit hússins.
Lesa meira

Fundargerð 94. fundar stjórnar SSNV, 2. maí 2023.

Fundargerð 94. fundar stjórnar SSNV, 2. maí 2023.
Lesa meira

Hjónin Elín S Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason frá bænum Torfalæk í Húnabyggð hlutu viðurkenninguna Landstólpinn 2023

Hjónin Elín S Sigurðardóttir og Jóhannes Torfason frá bænum Torfalæk í Húnabyggð þóttu skara framúr og hlutu viðurkenninguna Landstólpinn 2023 við mikinn fögnuð á ársfundi Byggðarstofnunnar sem haldin var á Húsavík sl föstudag.
Lesa meira

H. Hampur í úrslit Ungra frumkvöðla

Annað tveggja teyma frá FNV sem tók þátt í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla í Smáralind í lok mars var valið í úrslit og mun kynna viðskiptahugmyndina sína á uppskeruhátíð ungra frumkvöðla í höfuðstöðvum Arion banka kl. 15 í dag.
Lesa meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2023

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, hafa veitt Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggðagleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhendi Þorkeli V. Þorsteinssyni aðstoðarskólameistara FNV viðurkenninguna á 31. Ársþingi SSNV þann 14. apríl síðast liðinn.
Lesa meira

Samtal við forsætisráðherra um sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Kynnt verða drög að grænbók sem er fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Öll eru velkomin. Gott aðgengi fyrir hjólastóla er á öllum fundarstöðunum. Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum
Lesa meira

35 milljónir til uppbyggingu á ferðamannastöðum á Norðurlandi vestra

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutun úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða á dögunum og er gaman að segja frá því að fjögur verkefni af Norðurlandi vestra hlutu styrk. Alls bárust 101 umsókn í sjóðinn og hlutu 28 verkefni styrk upp á samtals 550 milljónir.
Lesa meira

31. Ársþing SSNV sendir frá sér eftirfarandi ályktun í ljósi nýgreindra riðusmita

31. Ársþing SSNV skorar á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001. Jafnframt þarf að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.
Lesa meira