Byggðagleraugu SSNV

Byggðagleraugu SSNV

Stjórn SSNV veitir ár hvert viðurkenninguna Byggðagleraugun til ráðuneytis eða stofnunar sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna í landshlutanum eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans. Er viðurkenningunni ætlað að hvetja forsvarsmenn stofnana til að horfa með “byggðagleraugunum” á verkefni sinna eininga og nýta þau tækifæri sem gefast til flutnings starfa/verkefna á landsbyggðina í samræmi við áherslur byggðaáætlunar.

Aðilar sem til greina koma skulu;

a) vera með starfsstöð í landshlutanum,

b) hafa sýnt í verki vilja til að efla starfsstöðvar sínar í landshlutanum,

c) eða með öðrum hætti stuðlað að fjölgun starfa í landshlutanum.

Stjórn SSNV velur þann aðila sem viðurkenninguna hlýtur ár hvert og er viðurkenningin afhent á ársþingi samtakanna.

 

 

 Byggðagleraugun 2022 hlaut Húsnæðis og mannvirkjastofnun fyrir 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar         stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt með fjölgun verkefna og hefur því mikla þýðingu fyrir     samfélögin á Norðurlandi vestra. Þykir hún  fyrirmyndar dæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina.

 

 

 

 

 

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir formaður stjórnar SSNV og Aldís Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri hjá HMS.

 

 Byggðagleraugun 2021 hlaut Vinnumálastofnun fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Hvammstanga   og Skagaströnd. Starfsstöðvarnar báðar hafa mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykja fyrirmyndar dæmi   um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina.

 

 

 

 

 

 

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.