Þegar hjólin snúast á ný - Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

 

Þann 17. nóvember 2020 stóð SSNV og Ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra fyrir ráðstefnu á netinu í tilefni af haustdegi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra. Dagskráin fór fram í viðtalsformi og var rætt um þá þætti sem taldir eru geta skipt ferðaþjónustuna hvað mestu þegar hjólin snúast á ný.