Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Með samkeppnissjóði er átt við að samkeppni milli verkefna ræður úthlutun, þ.e. bestu verkefnin að mati fagráðs hljóta brautargengi.
Verkefnin geta verið af ýmissi stærðargráðu og er fólk hvatt til að sækja um.
Umsóknarferli er auglýst í september á hverju ári.
Ef einhverjar spurningar vakna er bent á að hafa samband við starfsmenn SSNV.