Uppbyggingarsjóður

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2025.

Umsóknarfrestur er til 4. nóvember kl.16:00

Rafrænn kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 7. október kl. 12:00 á Teams og hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem eru að huga að verkefnum sem gætu hlotið styrk úr sjóðnum. Á fundinum verður fjallað um helstu breytingar á úthlutunarreglum, hvað þarf til að skrifa góða umsókn og hvernig best er að undirbúa sig fyrir ferlið. Þátttakendum gefst einnig kostur á að spyrja spurninga og fá ráðleggingar.

Skráning á rafrænan kynningarfund: https://forms.office.com/e/VAgaubUFmk

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Með samkeppnissjóði er átt við að samkeppni milli verkefna ræður úthlutun, þ.e. bestu verkefnin að mati fagráðs hljóta brautargengi.

 Verkefnin geta verið af ýmissi stærðargráðu og er fólk hvatt til að sækja um.

Umsóknarferli er auglýst í september á hverju ári.

Sæktu um hér 

 

Ef einhverjar spurningar vakna er bent á að hafa samband við starfsmenn SSNV.