Ertu með hugmynd?

Þann 15. október 2020 stóð SSNV fyrir ráðstefnu á netinu.

Ertu með hugmynd en veist ekki alveg hvernig best er að hrinda henni í framkvæmd? Viltu vera þinn eigin/n yfirmaður? Viltu skapa þér tækifæri þar sem þú vilt búa?

Haukur Guðjónsson hjá Frumkvöðlar.is, Sunna Halla Einarsdóttir hjá Icelandic Startups og Esther Ágústsdóttir hjá Kakalaskála fluttu erindi um hvernig sé hægt að koma hugmyndinni sinni í framkvæmd, um fjármögnun og önnur hagnýt ráð.