Norðanátt - samstarfsverkefni sem við erum stolt af

Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem miðar að því að auka fjárfestingar á svæðinu og skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Norðurland allt er ríkt af auðlindum sem styðja við mat-, vatn- og orkutengda nýsköpun og þar eru einnig sterkur hópur frumkvöðla. Síðustu misseri hefur nýsköpun í m.a. matvælaframleiðslu og sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda vaxið fiskur um hrygg og hefur Norðurland öll tækifæri til þess að skapa sér sérstöðu og verða fyrirmynd annarra þegar kemur að bættri nýtingu auðlinda og nýsköpun. Norðanátt er heildstæð nálgun á vistkerfi nýsköpunar á Norðurlandi og mun því gegna lykilhlutverki í að koma öflugum hugmyndum á næsta stig.

Hlutverk Norðanáttar er að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki frá fyrstu stigum hugmyndar yfir í leit að fjárfestum, en það er gert með því að standa fyrir fjölda viðburða á hverju ári í hringrás nýsköpunar, sem styðja við grænar nýsköpunarhugmyndir á ólíkum stigum og hafa skýrskotun í hinn svokallaða “food-water-energy” nexus eða ,,matur-vatn-orka”. Norðanátt hóf göngu sína árið 2021 þegar styrkur fékkst úr nýsköpunarsjóði Lóu frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköparráðuneytinu en með styrkveitingunni hófst fyrsta hringrásin á Norðurlandi þar sem haldið var m.a. lausnarmótið Hacking Norðurland, viðskiptahraðallinn Vaxtarými og lauk fyrstu hringrásinni með fjárfestahátíð á Siglufirði í mars 2022.

Norðanátt hlaut styrk frá Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu vorið 2022 til fjármagna aðra hringrás sem hófst á nýsköpunarkeppninni Norðansprotinn í maí 2022.

Þá voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar í kjölfar vorið 2022 milli Norðanáttar og háskólanna á Norðurlandi; Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum með það að markmiði að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikilvægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu.

Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR,  Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) með stuðning frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu. Þá var stuðningsfyrirtækið RATA einn stofnaðili verkefnisins ásamt fyrrnefndum aðilum. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins sem hraðar framþróun og nýsköpun

Hægt er að fylgjast nánar á heimasíðu Norðanáttar.