Norðanátt

Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Að verkefninu Norðanátt koma Eimur, SSNV, SSNE, Nýsköpun í norðri og RATA. Hópurinn vinnur í anda nýrrar klasastefnu, þvert á stofnanir samfélagsins sem hraða framþróun og nýsköpun. 

Norðanátt styður við frumkvöðla og fyrirtæki frá fyrstu stigum hugmyndar yfir í leit að fjárfestum. Það er gert með því að standa fyrir viðburðum á hverju ári sem styðja við nýsköpunarhugmyndir á ólíkum stigum, svokallaða Hringrás Norðanáttar. 

Norðanátt hóf gögnu sína árið 2021 þegar styrkur fékst úr nýsköpunarsjóði Lóu til að fara af stað með fyrstu Hringrásina. Þá var m.a. haldið lausnarmót, viðskiptahraðallinn Vaxtarými og fjárfestamót.

Í kjölfar fyrstu hringrásarinnar voru undirriataðar samstarsyfirlýsingar milli Norðanáttar og háskólana á Norðurlandi, Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum. Markmið samstarfsins er að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikivægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu.

Norðanátt hlaut einnig styrk frá umhverfis- orku og loftslagsráðuneytinu til fjármagna aðra Hringrás sem hófst á nýsköpunarkeppninni Norðansprotinn í nýsköpunarvikunni 2022. Á dagskránni hjá Norðanátt er að halda annan viðskiptahraðal haustið 2022 og fjárfestahátíð í lok mars 2023 auk annarra viðburða til að styðja við frumkvöðla á Norðurlandi.

Hægt er að fylgjast nánar á heimasíðu Norðanáttar. 

Norðanátt samstarfsaðilar