18.03.2025
Fundargerð 121. fundar stjórnar SSNV, 18. mars 2025
Lesa meira
18.03.2025
Um síðustu helgi hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra, en verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Tónleikarnir voru haldnir á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir 2025. Framtak kvartettsins frá Skagaströnd er frábært dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf.
Lesa meira
17.03.2025
Á næsta fyrirlestri Forvitinna frumkvöðla þann 1. apríl munum við kafa ofan í hvernig frumkvöðlar geta þjálfað og nýtt skapandi og lausnamiðaða hugsun til að finna nýjar leiðir og skapa verðmæti.
Lesa meira
13.03.2025
Fundargerð 120. fundar stjórnar SSNV, 11. mars 2025
Lesa meira
12.03.2025
Hátíðapotturinn er stuðningur fyrir íslenskar tónlistarhátíðir til þess að bjóða erlendum blaðamönnum til landsins með það að markmiði að koma íslenskum tónlistarhátíðum og tónlist á framfæri og efla alþjóðleg tengsl. Auk blaðamanna geta hátíðir einnig sótt um fyrir þátttöku listrænna stjórnenda eða annarra lykilaðila ef það þjónar því markmiði að koma íslenskri tónlistarmenningu á framfæri. Umsóknarfrestur er til og með 25. mars.
Lesa meira
11.03.2025
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum kr. til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Ánægjulegt er frá því að segja að fjögur þeirra verkefna sem hlutu styrkveitingu eru af Norðurlandi vestra.
Lesa meira
11.03.2025
Fundargerð 119. fundar stjórnar SSNV, 4. mars 2025
Lesa meira
11.03.2025
Vikuna 3. - 6. mars fór ferðakaupstefnan ITB fram í Berlín. ITB er ein stærsta ferðakaupstefna heims og fagnar 60 ára afmæli á næsta ári. Davíð Jóhannsson, ráðgjafi SSNV á sviði ferðamála, sótti kaupstefnuna og segir hana hafa verið vel sótta með líflegri stemningu.
Lesa meira
10.03.2025
Með styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra hefur nýtt kennsluefni fyrir STEM-vinnubúðir verið þróað, en STEM stendur fyrir science, technology, engineering & math eða vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði. Verkefnið snerist um að búa til aðgengilegar og skýrar kennsluleiðbeiningar fyrir verklegar tilraunir sem hægt er að framkvæma í hvaða skólastofu sem er, óháð sérhæfðum verkgreinastofum.
Lesa meira
06.03.2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Lóa eru nýsköpunarstyrkir sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2025.
Lesa meira