QR kóðar

Hvernig bý ég til QR kóða? 

QR-kóði er tækni sem hefur verið til í þónokkurn tíma en hefur kannski ekki verið mikið nýtt. Aðstæður í heiminum í dag, í kjölfar heimsfaraldurs, hafa ýtt undir meiri notkun á þessari tækni en t.d. er hægt að vera með snertilausa matseðla. Eins hentar þessi tækni vel til að vera með viðbótarupplýsingar á vörum, hægt væri að senda neytendur á myndband á youtube þar sem farið væri yfir t.d. sögu fyrirtækisins eða eiginleika vörunnar. Í þessu stutta myndbandi er farið yfir hvernig hægt er að búa til QR-kóða á mjög einfaldan hátt.