Yfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málefna hælisleitenda

Samband íslenskra sveitarfélaga harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum hælisleitenda sem njóta ekki lengur grunnþjónustu skv. breyttum útlendingalögum, tekur sambandið jafnframt undir yfirlýsingu sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér.
Lesa meira

Fundargerð 96. fundar stjórnar SSNV, 8. ágúst 2023.

Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 09.30. Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Lesa meira

Einstök ljósmyndasýning á Hvammstanga

Sýningin er um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra og miðlar hún sögum 33 kvenna, sem búa í sveitarfélaginu. Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar. Viðtöl voru líka tekin við allar konurnar og er hugmyndin að setja myndirnar og viðtölin saman í eina bók.
Lesa meira

Afmælishátíð Beint frá býli á Stórhóli 20. ágúst

Sunnudaginn 20. ágúst næstkomandi verður Beint frá býli dagurinn haldinn hátíðlegur á sex stöðum á landinu í tilefni af 15 ára afmæli Beint frá býli. Á Norðurlandi vestra verður haldið upp á daginn á Stórhóli sem er staðsettur í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hjá Sigrúnu Helgu Indriðadóttur og Þórarni Guðna Sverrissyni
Lesa meira

BEINT FRÁ BÝLI DAGURINN - 15 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ UM LAND ALLT

Í tilefni að 15 ára afmæli Beint frá býli mun verða blósið til afmælishátíðar um land allt. Við hér á Norðurlandi vestra tökum heldur betur þátt og bjóðum til afmælishátíðarinnar á Stórhóli í Skagafirði, þar sem gestgjafinn er Sigrún Helga Indriðadóttir, bóndi og handverkskona. Metþátttaka er í okkar landshluta af bændum og handverksfólki sem eru öll að gera eftirtektarverða hluti í vöruþórun beint frá býli. Nánar dagskrá og upplýsingar þegar nær dregur. En takið daginn frá og við sjáumst í Skagafirði hjá Sigrúnu Helgu.
Lesa meira

Spennandi starf í Skólabúðum UMFÍ í Reykjaskóla

Spennandi starf í Skólabúðum UMFÍ í Reykjaskóla Möguleiki er á að starfsmaðurinn fái húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson forstöðumaður skólabúðanna, siggi@umfi.is
Lesa meira

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs í sóknarhug

Það er ánæjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra 2023 eru komin vel á veg. Á undanförnum árum hefur umsækjendum í sjóðinn fjölgað og verkefni eflst.
Lesa meira

Starfsfólk SSNV heimsótti í dag Foodsmart Nordic

Foodsmart Nordic fékk styrk úthlutun Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, Uppbyggingarsjóðs 2023 að upphæð 3 milljónir og 120 þúsund í vöruþróun og markaðssetningu á Sæbjúgu sem fæðubótar- og bragðefni. Foodsmart Nordic framleiðir hágæða fæðubótaefni úr íslensku sjávarfangi sem áður fyrr fór forgörðum. Félagið sér mikil tækifæri í framleiðslu á hágæða fæðubótarefnum úr íslenskum hráefnum í samstarfi við önnur fyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Stefnt er að því að framleiða 150 tonn af endanlegum afurðum í þessum fyrsta áfanga fyrirtækisins á Blönduósi og verður framleiðslan gæðavottuð til útflutnings.
Lesa meira

Stefnumótun fyrir ferðaþjóustu á Norðurlandi vestra

Mikilvægt plagg fyrir framtíðina, en vinnan rétt að byrja.
Lesa meira

Laus störf í Skagafirði

Hér fyrir neðan er að finna laus störf hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum. Þegar umsókn hefur verið send fær umsækjandi tilkynningu á skjáinn ásamt tölvupósti um að umsókn hafi borist. Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið. Einnig er hægt að leggja inn umsókn um tímabundið afleysingastarf. En þær umsóknir eru ekki teknar með við úrvinnslu á auglýstum störfum heldur einungis skoðaðar ef um tímabundin afleysingastörf er að ræða. Tímabundin afleysingastörf geta varað í stuttan tíma og eru ekki alltaf auglýst. Þessar umsóknir gilda í þrjá mánuði og er ekki svarað sérstaklega nema ef um ráðningu er að ræða. Þessar umsóknir gilda heldur ekki um sumarstörf eða atvinnuátak.
Lesa meira