Sérfræðingur í stafrænni miðlun - Sauðárkrókur

Sérfræðingur í stafrænni miðlun

1238 - Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar með hjálp sýndarveruleika og öðrum spennandi miðlunarleiðum.  Sýningin opnaði sumarið 2019 og hefur fengið frábærar viðtökur og verið tilnefnd til erlendra verðlauna á sviði stafrænnar miðlunar menningararfs auk þess að hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar innanlands.  Auk sýningarinnar eru í húsinu veitingastaðurinn Grána Bistro, Gránubúð og  Upplýsingamiðstöð ferðamanna. 

Nú vantar okkur nýtt fólk í liðið til að efla starfsemina okkar enn frekar á nýju ári.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • dagleg umsjón með rekstri allra tæknikerfa
  • þjónusta við gesti m.a. í sýndarveruleikahluta sýningarinnar.
  • Þáttaka í þróunarverkefnum fyrirtækisins á sviði stafrænnar miðlunar menningararfs, einkum forritunarvinna, og ýmiskonar stafræn miðlun.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • þekking og reynsla á sviði stafrænnar miðlunar s.s:. Þrívíddarhönnun - vinna í hugbúnaði á borð við Blender og/eða Maya, hreyfihönnun, forritun á sviði sýndarveruleika og viðbótarveruleika- vinna í hugbúnaði á borð við Unity, C#, Unreal, c++), viðmótshönnun
  • skipulags- og aðlögunarhæfni, auk frumkvæðis í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi
  • þjónustulund
  • hæfni í mannlegum samskiptum
  • tungumálakunnátta
  • menntun sem nýtist í starfi
 

Umsóknir með ferilskrá sendist á Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra 1238 í netfangið heidar@1238.is fyrir 10. desember nk.  Öllum umsóknum verður svarað.