Lögfræðingur á sviði sveitarstjórnar- og byggðamála - starf án staðsetningar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir eftir lögfræðingi á skrifstofu sveitarstjórnar- og byggðamála.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Helstu verkefni eru m.a. afgreiðsla stjórnsýsluverkefna á sviði sveitarstjórnar- og byggðamála, verkefni tengd eftirliti ráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga og utanumhald því tengdu, vinna við gerð lagafrumvarpa og samningu reglugerða, aðkoma að gerð samninga o.fl. Þá mun starfsmaður taka þátt í starfshópum á verkefnasviði skrifstofunnar, m.a. varðandi stefnumótun, samskipti við stofnanir, Alþingi og almenning.

 

Hæfniskröfur

 

  • Embættis- eða meistaraprófi í lögfræði.
  • Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti.
  • Þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og ensku.
  • Kunnátta í einu Norðurlandatungumáli kostur.
  • Þekking á áætlunargerð æskileg.
  • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp.
  • Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra. Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar. 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Guðný Elísabet Ingadóttir - gudny.e.ingadottir@srn.is - 5458200

Smelltu hér til að sækja um starfið