Landstólpinn - opið fyrir tilnefningar

Byggðastofnun auglýsir eftir tilnefningum til Landstólpans 2026, sem er viðurkenning sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Landstólpinn er hvatningarverðlaun sem veitt eru einstaklingum, hópum, fyrirtækjum eða verkefnum sem hafa vakið athygli fyrir framlag sitt til byggðaþróunar og eflingar samfélags í landsbyggðunum.

Leitað er eftir tilnefningum um handhafa sem hafa meðal annars stuðlað að jákvæðri ímynd landsbyggðanna, eflt nærsamfélög, aukið virkni íbúa eða haft jákvæð samfélagsleg, efnahagsleg og/eða umhverfisleg áhrif.

Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af íslenskum listamanni og verðlaunafé að upphæð 1.000.000 kr.

Frestur til að skila inn tilnefningum er föstudaginn 27. febrúar 2026.
Tilnefningar skal senda á netfangið: landstolpinn@byggdastofnun.is