Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Alls hlutu 65 umsóknir styrk, samtals að upphæð 76.340.123 kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 22 umsóknir styrk að heildarupphæð 38.935.165 kr., en á sviði menningar var samþykkt að styrkja 43 umsóknir með samtals 37.404.958 kr. Verkefnin endurspegla mikla frumkvöðlastarfsemi og grósku á Norðurlandi vestra og munu stuðla að aukinni verðmætasköpun, atvinnuþróun og öflugu menningarlífi í landshlutanum.
Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025–2029. Markmið sjóðsins er að styrkja byggðaþróun, efla samfélög og skapa forsendur fyrir sjálfbæra framtíð í landshlutanum með markvissri fjárfestingu í hugmyndum og verkefnum sem sprottin eru úr nærumhverfinu.
Hérna má finna nánari upplýsingar um verkefnin sem hlutu styrk.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550