Forvitnir frumkvöðlar og fjármögnunarmöguleikar nýsköpunar

Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12-12:45 verður fyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Forvitnir frumkvöðlar en landshlutasamtökin standa fyrir þessum fyrirlestrum í sameiningu.

Að þessu sinni mun Svava Björk Óladóttir fara yfir fjármögnunarmöguleika sprotafyrirtækja. Svava Björk er vel þekkt í nýsköpunarumhverfinu, hún er Nýsköpunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri, Stofnandi RATA og IceBAN og englafjárfestir.

Viðburðurinn er rafrænn og þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasamir þurfa að skrá sig hér: https://luma.com/82qxll8g