Norðanpaunk fær tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins

Mynd frá Norðanpaunk
Mynd frá Norðanpaunk

Norðanpaunk, sem haldið er á Laugarbakka yfir verslunarmannahelgi, hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einstakur og öflugur menningarviðburður á Norðurlandi vestra og er önnur tveggja tónlistarhátíða sem haldnar eru í landshlutanum. Hin er Hátíðni Arts Festival sem haldin hefur verið á Borðeyri. 

Norðanpaunk hefur fengið styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, m.a. í ár, og þannig hefur sjóðurinn stutt við áframhaldandi uppbyggingu og eflingu menningarstarfs á svæðinu.

Tilnefningin TRG er mikil viðurkenning fyrir skipuleggjendur Norðanpaunks og sýnir fram á mikilvægi hátíðarinnar í menningarstarfi á Norðurlands vestra. Er líklegt að tilnefningin auki jafnframt sýnileika Norðanpaunks, hvoru tveggja á landsvísu og út fyrir landssteinana.

Innilega til hamingju með tilnefninguna og við hlökkum til að fá frekari fréttir eftir 5. febrúar.

Hér má sjá greinina í The Reykjavík Grapevine.

Frekari upplýsingar um: Norðanpaunk