Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) býður til samtals um mælingar á samfélagsáhrifum skapandi greina fimmtudaginn 5. febrúar kl. 8.30–10 í húsakynnum CCP í Grósku (3. hæð), Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Fundurinn er haldinn í samstarfi við CCP, Listaháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Jafnréttisdaga háskólanna og er hann hluti af dagskrá Jafnréttisdaga.
Þorbjörg Daphne Hall, prófessor í tónlistarfræðum við LHÍ, fjallar um aðferðir rannsóknarverkefnisins Building Bridges Through Collaboration við mat á samfélagsáhrifum samfélagsmiðaðra tónlistarverkefna. Lara Hoffmann, nýdoktor við HÍ og sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð HA, kynnir tilraunaverkefni RSG og LHÍ þar sem áhrif skapandi greina á einstaklinga og samfélög eru metin með eigindlegum viðtölum og megindlegri könnun.
Í kjölfarið stýrir Þorbjörg pallborðsumræðum áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal.
Viðburðinum verður streymt á Facebook og upptaka birt á vef Jafnréttisdaga mánudaginn 9. febrúar, ásamt miðlum RSSG.
Sætaframboð er takmarkað og skráningu lýkur kl. 12 miðvikudaginn 4. febrúar. Vinsamlegast skráið mætingu (á staðinn) hér: https://www.rssg.is/samfelagsahrifmsg
CCP býður upp á kaffi og léttan morgunverð.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550