HSN á Blönduósi leitar að hjúkrunarfræðingum í fast starf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall samkomulag. 

Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

- Vinnur sem almennur hjúkrunarfræðingur

- Tekur þátt í gæðaverkefnum á deild og þvert á stofnun

 

Hæfniskröfur

 

- Fullgilt hjúkrunarpróf og íslenskt starfsleyfi 

- Starfsreynsla í hjúkrun er kostur 

- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

- Jákvæðni og sveigjanleiki

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Tekið er á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu stofnunarinnar www.hsn.is laus störf eða á www.starfatorg.is Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini, íslenskt hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilsskrá. 

Gildi HSN eru: Fagmennska - Samvinna - Virðing. 

Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.

 

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Ásdís H Arinbjörnsdóttir - asdis.arinbjarnardottir@hsn.is - 690 3243
Sigurbjörg Helga Birgisdóttir - sigurbjorg.birgisdottir@hsn.is - 432 4100

Smelltu hér til að sækja um starfið