Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Orðsporsins 2026, viðurkenningar sem veitt er árlega á Degi leikskólans, 6. febrúar, fyrir framúrskarandi skólastarf, umbætur og þróun í menntamálum eða nýstárlega kennsluhætti á leikskólastiginu.
Öll áhugasöm um leikskólastarf geta sent inn tilnefningu og er það gert í gegnum rafrænan tilnefningarlista, sjá hér. Frestur til að senda inn tilnefningu er til 2. febrúar 2026.
Orðsporið er mikilvæg viðurkenning fyrir þau sem leggja sig fram um að efla leikskólastarf og skapa börnum öruggt, skapandi og nærandi námsumhverfi. Tilnefningar geta tekið til einstaklinga, hópa, verkefna, leikskóla, stofnana eða sveitarfélaga sem hafa skarað fram úr með metnaði, fagmennsku og nýsköpun.
Að Orðsporinu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.
Þetta er kjörið tækifæri til að vekja athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum landsins og veita verðskuldaða viðurkenningu þeim sem hafa haft jákvæð áhrif á menntun og velferð barna.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550