Starfsmaður við umönnun aldraðra á Skagaströnd

Hjúkrunarheimilið Sæborg á Skagaströnd óskar eftir að ráða vant fólk í umönnun aldraðra til starfa.

Sæborg er lítið hjúkrunarheimili staðsett miðsvæðis á Skagaströnd. Þar búa að jafnaði um 9 íbúar og vinnur heimilið eftir Lev og bo hugmyndafræðinni.

Starfsmaður sér um almenna umönnun íbúa vegna líkamlegra og félagslegra þarfa eftir því sem við á, í samræmi við hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins. Nálægð við þjónustuþega er mikil. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu. Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði íbúa. Leitast er við að koma til móts við þarfir hvers og eins og laga þjónustuna að breytilegum þörfum og aðstæðum viðkomandi á hverjum tíma. Virða ber sjálfræði einstaklinga og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.

Starfsmaður í umönnun aðstoðar íbúa við persónulegt hreinlæti, næringu, útskilnað, hreyfingu, afþreyingu og aðrar daglegar athafnir í samræmi við hjúkrunaráætlun. Starfsmaður þarf að sýna sveigjanleika í starfi og gott samstarf í teymisvinnu.

Um er að ræða vaktavinnu en hægt er að semja um starfshlutfall, vinnutíma og vaktatilhögun.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn aðstoð íbúa við athafnir daglegs lífs
Almennt eftirlit
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Eldri en 18 ára
Íslenskukunnátta áskilin
Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með öldruðum
Hafi lipurð og áreiðanleika í samskiptum
Búi yfir sveigjanleika og frumkvæði
Hafi jákvætt viðmót og hæfni í að vinna teymisvinnu
 
Fríðindi í starfi
Sveitarfélag getur aðstoðað við útvegun á húsnæði
Starfsfólk fær fría máltíð á vinnutíma
 
Smelltu hér til að sækja um.