HönnunarÞing/DesignThing 2025

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar. Hátíðin verður haldin á Húsavík dagana 26. og 27. september.
Áhersla ársins er á mat og nýsköpun í mat, matvæla- og umbúðahönnun.

Á dagskránni verða erindi, uppákomur, matur, nýsköpun, matartækninýjunar og margt fleira.
Endanleg dagskrá verður kynnt nánar síðar en nú þegar er staðfest að meðal fyrirlesara eru félagarnir í Omnom súkkulaðigerð, Bruggfyrirtækið Grugg&Makk, matreiðslumeistarinn og matreiðslubókahöfundurinn Jody Eddy, hönnunartríóið Erindrekar og ostadrottning Íslands, Eirný Ósk Sigurðardóttir svo fáein séu nefnd.

Á hátíðinni munu íslenskir og alþjóðlegir hönnuðir sýna verk sín og veita gestum innblástur sem nýtist öllum frumkvöðlum auk þess sem tækifæri gefast til tengslamyndunar í skapandi og líflegu umhverfi. 

Á vefsíðu Hraðsins, mistöðvar nýsköpunar, má finna skráningarupplýsingar.