Hér má nálgast fundargerð á pdf.
Föstudaginn 24. október 2025, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 8.00.
Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs
Önnur mál
Afgreiðslur
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs
Stjórn SSNV skipar sex fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs til tveggja ára, þar af einn sem formann úthlutunarnefndar, þá skipar stjórn jafnframt tvo varamenn. Formaður SSNV leggur fram tillögu um 10 manns í úthlutunarnefnd sem stjórnin hefur til hliðsjónar. Gæta skal að jöfnustum hlut kynja við skipan úthlutunarnefndar og nefndin sé sett saman af einstaklingum, sem hafa breiða fagþekkingu og bakgrunn innan menningar-, atvinnu- og nýsköpunar, óháð búsetu.
Stjórn skipar eftirfarandi aðila í úthlutunarnefnd:
Þórhildur M. Jónsdóttir
Jóhann Albertsson
Katharina Schneider
Hjörtur Smárason
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir
Bjarni Gaukur Sigurðsson.
Þar af skipar stjórn Jóhann Albertsson sem formann úthlutunarnefndar.
Jafnframt skipar stjórn eftirfarandi aðila til vara:
varamaður Catherine Chambers
varamaður Katrín María Andrésdóttir.
Önnur mál
Ekki voru fleiri mál á dagskrá.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 8.33.
Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550