100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfresti lauk þann 28. október kl. 12:00.

Umsóknir berast víða af svæðinu og endurspegla fjölbreytt verkefni sem snúa að menningu, nýsköpun, atvinnuþróun og samfélagsverkefnum í öllum sveitarfélögum landshlutans. Mikill kraftur og frumkvæði endurspeglast í fjölda og eðli umsókna, sem sýna sterka sóknarvilja íbúa og fyrirtækja á Norðurlandi vestra.

Úthlutunarnefnd sjóðsins mun á næstu vikum fara yfir allar umsóknir og gera tillögu að úthlutun til stjórnar SSNV sem tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingar.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður úthlutunar verði kynntar í desember.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra er einn af sóknaráætlunarsjóðum landshlutanna og hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem efla byggð, atvinnulíf, menningu og nýsköpun í landshlutanum.