Vel heppnað haustþing SSNV að baki!

Haustþing SSNV fór fram miðvikudaginn 15. október á Teams. Þingið sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga í landshlutanum ásamt framkvæmdastjórum sveitarfélaganna og starfsfólk samtakanna. 

Á dagskrá þingsins voru meðal annars kynningar og umræður um starfsáætlun SSNV fyrir árið 2026 og fjárhagsáætlun samtakanna, auk þess sem samþykktar voru ályktanir haustþingsins.

Þinginu var skipt í nefndir sem fjölluðu um einstaka málaflokka og komu með ábendingar og tillögur til úrbóta. Umræður í nefndum voru góðar og uppbyggjandi, og ríkti þar góð samstaða um helstu áherslur og forgangsmál svæðisins. Afgreiðsla mála gekk vel og einkenndist af sameiginlegum vilja til að efla samstarf sveitarfélaganna og vinna að sameiginlegum markmiðum fyrir Norðurland vestra.

Næsta ársþing samtakanna verður haldið í Húnaþingi vestra miðvikudaginn 8. apríl.