Fundargerð 134. fundar stjórnar SSNV, 6. janúar 2026

Hér má nálgast fundargerð á pdf. 

 

Fundargerð 134. fundar stjórnar SSNV, 6. janúar 2026 

 

 

Þriðjudaginn 6. janúar 2026, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.00. 

Mætt voru: Einar E. Einarsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg R. Pétursdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.  

 

Dagskrá:  

 

  1. Uppbyggingarsjóður - úthlutun 2026 

  1. Landeigendaverkefni og raflínulagnir 

  1. Húsnæðismál - börn með sértækar þarfir 

  1. Kortlagning innviða og tækifæra á Norðurlandi vestra 

  1. Bókun frá sveitarstjórn Húnabyggðar vegna Starfamessu 

  1. Framlögð mál til kynningar 

      a) Fundargerðir  

      b) Umsagnir 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra

 

 

 Afgreiðslur 

 

 

  1. Uppbyggingarsjóður - úthlutun 2026   

Berglind Björnsdóttir og Guðlaugur Skúlason, starfsmenn SSNV, komu til fundar og kynntu niðurstöður úthlutunarnefndar með hliðsjón af nýju verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði. Fundargerðir úthlutunarnefndar voru jafnframt lagðar fram til kynningar. 

Stjórn þakkar úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra og starfsfólki SSNV fyrir góða og vandaða vinnu. Úthlutað verður 76.340.123 úr Uppbyggingarsjóði. Stjórn vekur athygli á að úthlutunarhátíð verður haldin mánudaginn 12. janúar á Sjávarborg kl. 17:00. 

 

  1. Landeigendaverkefni og raflínulagnir     

Rædd var aðkoma landshlutasamtakanna að samtali við Landsnet með það að markmiði að stuðla að víðtækara og markvissara samráði við landeigendur og aðra hagaðila vegna lagningar raflínulagna um landshlutann.  

Stjórn SSNV felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna um flutningslínulagnir m.t.t. hagsmuna landeigenda og útfærslu bótagreiðslna m.a. með samstarfi við SSV. Stjórn SSNV telur mikilvægt að fyrirkomulag um bótagreiðslur v/línulagna sé opið, gagnsætt og samræmt og um leið unnið á jafnræðisgrunni þannig að ágreiningi og töfum megi halda í lágmarki. 

 

  1. Húsnæðismál - börn með sértækar þarfir     

Ólöf Á. Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu og Benedikt Ingi Tómasson sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu komu til fundar. Farið var yfir stöðu og möguleika á húsnæðisúrræðum innan landshlutans sem gætu nýst börnum með sértækar stuðningsþarfir, með áherslu á samstarf og framtíðarfyrirkomulag.  

Stjórn þakkar Ólöfu og Benedikt fyrir góðar umræður og felur framkvæmdastjóra að senda upplýsingar um húsnæðin sem kynnt voru á fundinum áfram á fundargestina. 

 

  1. Kortlagning innviða og tækifæra á Norðurlandi vestra     

Lögð er fram tillaga frá Álfhildi Leifsdóttur um að ráðist verði í markvissa samantekt á þeim þáttum sem endurspegla styrkleika og jákvæða þróun í landshlutanum, með það að markmiði að draga fram mikilvægi svæðisins og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. 

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram samkvæmt umræðu á fundinum. 

 

  1. Bókun frá sveitarstjórn Húnabyggðar vegna Starfamessu       

Lagt fram til kynningar bókun frá sveitarstjórn Húnabyggðar vegna Starfamessu sem fram fór í nóvember 2025. 

Í bókun sveitarstjórnar segir eftirfarandi: 
Af gefnu tilefni vill sveitarstjórn koma því á framfæri við SSNV að starfamessa verði framvegis kynnt tímalega fyrir öllum fyrirtækjum og stofnunum á Norðurlandi vestra og þeim boðið að taka þátt. Framtakið er mjög gott og því mikilvægt að allir sem hafa á því áhuga fái tækifæri til að kynna sína starfsemi. Það má t.d. taka fram að Norðurland vestra er mikið landbúnaðarsvæði og sá atvinnuvegur ætti að hafa sitt pláss o.s.frv. Viðburðurinn er fyrir ungmenni svæðisins og því mikilvægt að þau fái heildstæða mynd af atvinnulífi Norðurlands vestra. 

Stjórn þakkar fyrir ábendingar sem fram koma í bókuninni og felur framkvæmdastjóra að koma þeim á framfæri við verkefnastjóra viðburðarins. 

 

 

  1. Framlögð mál til kynningar 

      a) Fundargerðir  

Stjórn SSH, 1. desember 2025. Fundargerðin. Stjórn SSH, 10. desember 2025. Fundargerðin. 

Stjórn SASS, 7. nóvember 2025. Fundargerðin.  Stjórn SSA, 12. desember 2025. Fundargerðin

Stjórn SSNE, 3. desember 2025. Fundargerðin. 

Stjórn SSS, 10. desember 2025. Fundargerðin

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5. desember 2025. Fundargerðin. 

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 12. desember 2025. Fundargerðin. 

Stafrænt ráð sveitarfélaga, 14. nóvember 2025. Fundargerðin. 

 

      b) Umsagnir 

Frumvarp til laga um Jöfnun atkvæðavægis - breyting á kosningalögum nr. 112/2021. Mál nr. 251/2025. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2026. 

Drög að frumvarpi til laga um lagareldi. Mál nr. 252/2025. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2026. 

 

 

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna drög að umsögn um frumvarp til laga um jöfnun atkvæðavægis - breytingu á kosningalögum. 

 

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Skýrsla framkvæmdastjóra flutt munnlega. 

 

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.01.  

 

Einar E. Einarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Haukur Jakobsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir.