Tveir styrkjamöguleikar – umsóknarfrestur til 15. janúar 2026

Nú eru tveir spennandi styrkjamöguleikar í boði fyrir annars vegar listamenn og hins vegar höfunda á Íslandi, erlend forlög og stjórnendur bókmennta- og menningarhátíða– og umsóknarfrestur er í báðum tilfellum til 15. janúar 2026.

Ferðastyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Höfundar frá Íslandi, erlend forlög og stjórnendur bókmennta- og menningarhátíða geta sótt um ferðastyrki í tengslum við útgáfu og kynningu á þýddum verkum íslenskra höfunda erlendis. Styrkurinn er veittur fyrir flug eða lestarferðir milli landa, en ekki fyrir gistingu eða annan dvalarkostnað.

Með umsókn þarf m.a. að fylgja:

  • kynning á höfundi og útgefnum verkum,
  • afrit af boðsbréfi eða samningi vegna ferðar.

Nánari upplýsingar um ferðastyrki höfunda er að finna á heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Þórsmörk listamannasetur í Fjarðabyggð

Opið er fyrir umsóknir um gjaldfrjálsa rannsóknardvöl í Þórsmörk (Neskaupstað), fyrir listamenn, hönnuði, sýningarstjóra og rannsakendur á sviði lista, menningar og matargerðar. Dvöl umsækjenda er að jafnaði 4–8 vikur og skulu vera á tímabilinu 15. mars–15. nóvember 2026.

Með umsókn þarf m.a. að fylgja:

  • portfolio listamanns,

  • kynningarbréf með áhugasviði og hugmyndum að staðbundnum rannsóknum,

  • ósk um 4–8 vikna tímabil innan ofangreinds tímabils. 

Nánari upplýsingar um rannsóknardvölina má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur um hvoru tveggja er til 15. janúar 2026