Skrifstofumaður/innheimtufulltrúi - Blönduósi

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns/innheimtufulltrúa við embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra á aðalskrifstofu á Blönduósi. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Um er að ræða stöðu innheimtufulltrúa við innheimtusvið embættisins. Starfið felst m.a. í fjölbreyttum verkefnum sem snúa að innheimtu fyrir ýmsar stofnanir ríkisins, t.a.m. við upplýsingagjöf í síma og tölvupósti við viðskiptavini og hagsmunaaðila, auk annarra tilfallandi verkefna á starfssviði embættisins. Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf innan stofnunar í stöðugri þróun. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. september nk. eða því sem næst.

 

Hæfniskröfur

 

  • Jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Rík samstarfshæfni og geta til að vinna undir álagi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi 
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum 
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku 
  • Rafræn skilríki
  • Reynsla af innheimtustörfum er kostur, svo og önnur reynsla sem nýtist í starfi

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra er framsækin stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem fer með framkvæmdarvald ríkisins innan umdæmis síns auk þess að sinna viðamiklum sérverkefnum á landsvísu; rekstri innheimtumiðstöðvar og framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Umsókn um starfið skal skila rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins og skulu prófskírteini fylgja ef við á. Þar sem verkefni embættisins tengjast náið störfum lögreglu er gert ráð fyrir að umsækjendur veiti embættinu, með skýrum hætti í umsókn sinni, heimild til uppflettingar í málaskrárkerfi lögreglu, LÖKE. 

Einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. 

 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.07.2022

Nánari upplýsingar veitir

Þórdís Hjálmarsdóttir, Fjármálastjóri - thordishj@syslumenn.is - 4582508

Smelltu hér til að sækja um starfið