Laust starf félagsráðgjafa eða sálfræðings á fjölskyldusviði Húnaþings vestra

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir laust starf félagsráðgjafa eða sálfræðings í barnavernd og almennri félagsþjónustu. Starfshlutfall er 75 -100% með starfsstöð á Hvammstanga. 

Um er að ræða fjölbreytt starf í góðu starfsumhverfi.

Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag sem leggur metnað í að veita góða persónumiðaða þjónustu.

Helstu verkefni eru:

 • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu, þ.m.t. félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
 • Móttaka barnaverndartilkynninga, greining, könnun og vinnsla barnaverndarmála
 • Samskipti og samvinna við börn og foreldra við vinnslu barnaverndarmála
 • Samskipti við aðrar stofnanir við vinnslu barnaverndarmála
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustustofnunum vegna málefna barna og fjölskyldna þeirra
 • Þátttaka í stefnumótun, mótun verkferla, starfsáætlana og endurskoðun á reglum í málaflokknum
 • Þátttaka í þverfaglegu samstarfi með skólum, heilbrigðisstofnunum, lögreglu og öðrum sem koma að málefnum barna og fjölskyldna þeirra
 • Önnur verkefni sem sviðsstjóri felur viðkomandi

Menntun:

 • Starfsréttindi félagsráðgjafa eða sálfræðings
 • Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi

Hæfniskröfur:

 • Þekking og reynsla á sviði barnaverndar og meðferð fjölskyldumála
 • Þekking og reynsla af almennri félagsþjónustu
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
 • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur

Áhugasamir einstaklingar, án tillit til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember. Umsóknir skulu berast á netfangið jenny@hunathing.is

Umsókn skal fylgja kynningarbréf auk náms- og starfsferilskrá og afritum af prófskírteinum ef við á.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jenný Þórkatla Magnúsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs á netfanginu jenny@hunathing.is eða í síma 455 2400