Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga óskar eftir að ráða deildarstjóra í eldhúsi. Um er að ræða dagvinnu og helgarvinnu. Starfshlutfall er 100%.
Deildarstjóri ber ábyrgð á rekstri eldhúss og mötuneytis HVE skv. rekstrar- og fjárhagsramma. Hann hefur yfirumsjón með matargerð og tryggir hollustuhætti við framleiðslu, flutning og framreiðslu fæðis. Ber ábyrgð á starfsmannahaldi.
Á Hvammstanga er 15 rúma öldrunardeild ásamt heilsugæslu og dagþjónustu.
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af störfum við matreiðslu er kostur.
Reynsla af stjórnun og/eða starfsmannahaldi er kostur.
Jákvæðni, skipulagshæfni, góð samskiptahæfni, snyrtimennska og stundvísi. Íslenskukunnátta er skilyrði.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Með umsókn skal fylgja upplýsingar um fyrri störf. Sækja skal um á vef hve.is undir "laus störf" eða á starfatorg.is.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.05.2022
Aldís Olga Jóhannesdóttir - aldis.johannesdottir@hve.is - 432-1300
Þura Björk Hreinsdóttir - thura.hreinsdottir@hve.is - 432-1000
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550