05.09.2025
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur úthlutað styrkjum til tækjakaupa fyrir lífræna framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkum styrkjum er úthlutað. Tveir bændur í landshlutanum hlutu styrki að þessu sinni.
Lesa meira
05.09.2025
Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Lesa meira
04.09.2025
Eitt af áhersluverkefnum SSNV er að efla viðburði í landshlutanum sem styðja við aukna ævintýraferðamennsku. Þetta er hluti af Sóknaráætlun landshlutans, sem hefur það að markmiði að virkja krafta samfélagsins og skapa ný tækifæri fyrir bæði heimamenn og gesti.
Lesa meira
02.09.2025
Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2025. Könnuninni verður lokað þann 9. september.
Lesa meira
01.09.2025
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) vinna þessa dagana að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann. Í tengslum við verkefnið voru haldnir íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra í lok ágúst þar sem íbúar og fyrirtæki fengu tækifæri til að taka þátt í að móta stefnuna.
Lesa meira
29.08.2025
Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir.
Lesa meira
28.08.2025
Fulltrúar SSNV sækja TechBBQ í Kaupmannahöfn Guðlaugur Skúlason og Magnús Barðdal frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sækja þessa dagana ráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn.
Lesa meira
22.08.2025
Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn viðburður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem Jóhanna Erla Pálmadóttir og börnin hennar afhenda til samfélagsins fullkláraðan refil sem segir sögu Vatnsdæla. Refillinn er afar veglegur; 46 metrar á lengd og 50 sentimetrar á hæð. Saumað var í 9809 klukkustundir og 20 mínútur og urðu saumaskiptin 4.536. Ljóst er að mörg handtökin fjölmargra einstaklinga liggja að baki slíku verki.
Athöfnin hefst kl. 17:00 og er öllum opin en fjöldi gesta hefur boðað komu sína.
Lesa meira
22.08.2025
Í fyrsta skipti verður sérstakt kall Norðurslóðaáætlunarinnar helgað ungu fólki árið 2026.
Lesa meira