Vilt þú taka þátt í að móta samskiptastefnu Norðurlands vestra?

SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra. Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Markmiðið er að fá íbúa landshlutans til að sammælast um fyrir hvað svæðið stendur og að samskipti þeirra á milli byggist á jákvæðni og bjartsýni.
Lesa meira

Opnir íbúafundir með innviðaráðherra

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði.
Lesa meira

Afhending Vatnsdælu á refli

Föstudaginn 29. ágúst verður haldinn viðburður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi þar sem Jóhanna Erla Pálmadóttir og börnin hennar afhenda til samfélagsins fullkláraðan refil sem segir sögu Vatnsdæla. Refillinn er afar veglegur; 46 metrar á lengd og 50 sentimetrar á hæð. Saumað var í 9809 klukkustundir og 20 mínútur og urðu saumaskiptin 4.536. Ljóst er að mörg handtökin fjölmargra einstaklinga liggja að baki slíku verki. Athöfnin hefst kl. 17:00 og er öllum opin en fjöldi gesta hefur boðað komu sína.
Lesa meira

Unga fólkið fær rödd í Norðurslóðaáætlun 2026

Í fyrsta skipti verður sérstakt kall Norðurslóðaáætlunarinnar helgað ungu fólki árið 2026.
Lesa meira

Réttir í landshlutanum

Nú fer að líða að fyrstu göngum og svo réttum í kjölfarið. Búið er að taka saman lista yfir allar réttir í landshlutanum, bæði sauðfjár- og stóðréttir. Athugið að aðeins er um að ræða lista yfir fyrstu réttir.
Lesa meira

Beint frá býli dagurinn er um helgina

Kjörið tækifæri að kynnast framleiðendum úr héraði og bæta á birgðir fyrir haustið
Lesa meira

Startup Landið - Rafrænn kynningarfundur 19. ágúst

Startup Landið - rafrænn kynningarfundur Startup Landið er 7 vikna nýsköpunarhraðall fyrir verkefni á landbyggðinni. Rafrænn kynningarfundur fer fram þriðjudaginn 18. ágúst nk. frá kl. 12:00 til 12:30 í gegnum TEAMS, þar var farið yfir öll helstu atriði Startup Landið ásamt því að fólki gafst kostur á að spyrja spurninga.
Lesa meira

Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV, 15. ágúst 2025

Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV, 15. ágúst 2025
Lesa meira

Sinfó í sundi

Sinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Nú er komið að tónleikum sem verða föstudaginn 29. ágúst og hefjast kl. 20. Sundlaugarnar á Hvammstanga, Blönduósi og í Skagafirði munu bjóða gestum sínum að hlusta á tónleikana á meðan sundferðinni stendur.
Lesa meira

Nýr viðburður á Norðurlandi vestra: Molduxi Trail

Föstudaginn 8. ágúst 2025 var fyrsta Molduxi Trail haldið á Sauðárkróki – með glæsibrag. Hlaupið fékk styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra og var skipulagt af Steinunni Gunnsteinsdóttur, Ægi Gunnsteinssyni, hlaupahópnum 550 Rammvilltum og Frjálsíþróttadeild Tindastóls.
Lesa meira