Um SSNV

MARKMIÐ OG HLUTVERK

SSNV eru landshlutasamtök á Norðurlandi vestra. Starfsvæði SSNV er frá Almenningsnöf í austri að Stikuhálsi milli Bitru og Hrútafjarðar í vestri. Starfsstöðvar SSNV eru á Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkrók og á Hvammstanga sem eru jafnframt höfuðstöðvarnar. 

Öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra eru aðilar að SSNV

Húnaþing vestra, HúnabyggðSkagabyggðSveitarfélagið Skagaströnd, og  Skagafjörður .

SSNV eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og starfa með tilvísun til 97. greinar sveitarstjórnlaga nr. 138/2011. Samtökin eru hagsmuna-, þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna. Málaflokkar sem SSNV fæst við varða m.a. byggðaþróun, atvinnumál, menntamál, samgöngumál, menningarmál og kynningu Norðurlands vestra. Heimilt er að stofna og starfrækja ráð og nefndir til að sinna afmörkuðum verkefnum og hafa samvinnu um vinnu við tiltekna málaflokka á grundvelli samninga.

 

Markmið samtakanna eru:

  • að efla samvinnu sveitarfélaga og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna
  • að vinna að hverjum þeim verkefnum sem aðildarsveitarfélög eða löggjafinn kunna að fela þeim
  • að styrkja stöðu aðildarsveitarfélaganna á landsvísu
  • að stuðla að eflingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra

SSNV starfar í samvinnu við önnur landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra aðila eftir því sem hagsmunir bjóða hverju sinni og við verður komið.