Á árinu 2017 var samið við Verkfræðistofuna Mannvit um úttekt á smærri virkjanakostum á Norðurlandi vestra. Skýrsla Mannvits: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra kom út í ágúst 2018 en þar voru skoðaðir 82 hugsanlegir virkjunarkostir í ám á svæðinu.
Í framhaldi af því var stofnaður Smávirkjanasjóður SSNV. Sjóðurinn var eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2018-2019.
Tilgangur hans er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð.
Sjóðurinn veitir styrki til annars vegar: Skref 1: Frummat smávirkjana og hins vegar: Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar.
Í október 2018 auglýsti sjóðurinn eftir umsóknum um styrki í Skref 1. Alls bárust 17 umsóknir og var 8 styrkjum úthlutað. Samið var við Verkfræðistofuna Mannvit um framkvæmd könnunarinnar og lágu niðurstöður hennar fyrir í ágúst 2019.
Í október 2019 var auglýst eftir umsóknum í Skref 2. Þrjár umsóknir bárust og var samþykkt að styrkja tvær þeirra.
Í apríl 2020 var auglýst aftur eftir umsóknum um styrki í Skref 1. Umsóknarfrestur var til og með 2. júní 2020. Alls bárust 12 umsóknir og var 8 styrkjum úthlutað. Samið var við Verkfræðistofuna Mannvit um framkvæmd könnunarinnar og lágu niðurstöður hennar fyrir í júní 2021.
Í október 2021 var auglýst eftir umsóknum í Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummat hönnunar og byggingarkostnaðar í nóvember 2021. Tvær umsóknir bárust og hvorug uppfyllti skilyrði til úthlutunnar. Ekki var því úthlutað úr sjóðnum.