Atvinnu- og nýsköpunarsjóður

Í september 2016 var undirritaður samningur milli SSNV og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um Nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra. Samningurinn var til þriggja ára og var framlag ríkisins til sjóðsins 10 milljónir króna á ári. Sérstaklega var horft til mikilvægis þess að byggja upp nýjar þekkingargreinar sem byggðu á styrkleikum svæðisins sem hæfðu ungu vel menntuðu fólki.

Markmið samningsins voru:

a)      Til verði ný störf í þekkingargreinum.

b)      Ungu fólki verði gert kleift að hasla sér völl í atvinnulífi á Norðurlandi vestra, t.d. með stofnun eigin fyrirtækja.

 

Umsækjendur gátu verið einstaklingar á Norðurlandi vestra sem voru 35 ára og yngri. Hver styrkur var að lágmarki 2 milljónir króna. Verkefninu lauk með síðustu úthlutun á árinu 2018.