Nýsköpunarvikan

 

SSNV tók þátt í Nýsköpunarvikunni fór fram í annað sinn þann 26. maí til 2. júní 2021. Ýmsir viðburðir í tengslum við nýsköpun í landshlutanum fóru fram undir heitinu Nýsköpunarvikan á Norðurlandi, allir viðburðirnir fóru fram á netinu, til að mynda Nýsköpunarferðalag þar sem sýnt var frá frumkvöðlasetrum og öðrum stöðum sem veita frumkvöðlum stuðning. Einnig var daglegt hádegisstreymi þar sem frumkvöðlar af Norðurlandi sögðu frá nýsköpunarverkefnum. Hugmyndasamkeppni fór fram í gegnum Hugmyndaþrop þar sem leitast var eftir góðum hugmyndum um hvernig megi fullnýta afurðir. 

Hér má nálgast skýrslu sem var gerð um framvindu hátíðarinnar og upplifun landshlutasamtakanna.