Að auka sölu á netinu

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, stóðu fyrir vinnustofum á netinu fimmtudaginn 2. apríl. Efni vinnustofanna var hvernig auka má sölu í gegnum netið. 

Vinnustofurnar voru hluti af verkefninu Digi2Market sem fjármagnað er að hluta til af Norðurslóðaáætlun. Vinnustofurnar fóru fram í gegnum fjarfundaforritið zoom og var streymt á youtube síðu samtakanna.

Yfir 50 fyrirtæki skráðu sig til leiks í gegnum skráningarsíðu fyrir viðburðinn, rúmlega 35 tóku gagnvirkan þátt á zoom og um 68 hafa horft á streymið. Því er vel hægt að halda því fram að viðburðinn hafa tekist einstaklega vel.

 

Dagskráin var eftirfarandi:

13:00 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, kynnti möguleika myndvinnslusíðunnar canva.com.

14:00 Ingi Vífill Guðmundsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fór yfir virkni og möguleika Instagram og Instastory í markaðssetningu.

15:00 Selma Dögg Sigurjónsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands ræddi um þróun upplifana í ferðaþjónustu.
Ferðamenn kjósa í vaxandi mæli að tengjast þeim stöðum sem þeir heimsækja á persónulegan hátt með upplifun og þátttöku. Upplifunarferðaþjónusta byggist á því að draga fram allt það sem umhverfi og vöru/þjónustuframboð hefur upp á að bjóða til þess að skapa kjöraðstæður fyrir eftirminnilega upplifun fyrir gesti svo þeir vilji koma aftur og draga vini sína með. Aukin áhersla á upplifun í framboði getur skapað tækifæri fyrir aukið virði afurða og var farið yfir 12 skref að því hvernig megi móta og hanna upplifanir.

15:45 Viðtal við Kidka
Reynslusaga af samfélagsmiðlamarkaðssetningu á Norðurlandi vestra.

16:45 Storytelling í markaðssetningu
Viðtal við Óskar Sigmundsson.