8. haustþing SSNV fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 15. október 2024. Þingsetningin var í höndum Einars E. Einarssonar, formanns SSNV, og var fylgt eftir með ávörpum frá matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Á þinginu var einnig kynnt fjárhags- og starfsáætlun SSNV fyrir árið 2025 ásamt Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2025-2029. Eftir hádegi var áhersla lögð á stafræn verkefni sveitarfélaga og kynningu á ungmennaþingi, áður en þinginu lauk með afgreiðslu nefndarálita
Hér fyrir neðan má nálgast ýmis skjöl þingsins:
Ályktun 8. haustþings SSNV 2024
Sóknaráætlun Norðurlands vestra
Þinggjörð