Ný stefna um Saman gegn sóun í bígerð

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir - Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.
Lesa meira

Samningur um byggingu nýs verknámshúss FNV undirritaður

Samningur um byggingu nýs verknámshús við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var undirritaður síðastliðinn föstudag 5. apríl.
Lesa meira

FoodSmart Nordic var fulltrúi Norðurlands vestra á Fjárfestahátíðinni á Siglufirði

Viðar Þorkelsson frá FoodSmart Nordic kynnti fyrir fjárfestum og öðrum gestum starfsemi fyrirtækisins á Fjárfestahátíð Norðanáttar þann 20. mars.
Lesa meira

Alþjóðleg vefstofa - verum opin fyrir möguleikum myrkursins í ferðaþjónustu á Norðurslóðasvæðum

Samstarfsaðilar að verkefninu GLOW2.0 standa að alþjóðlegri vefstofu sem miðuð er að þeim sem hafa áhuga á að þróa nýja þjónustu eða bæta þjónustuframboð fyrir myrka tíma ársins, hafa áhuga á ábyrgri lýsingu að nóttu til eða vilja stuðla að tengslamyndun við önnur fyrirtæki eða aðrar stofnanir með svipaða hagsmuni.
Lesa meira

Target Circular verkefnafundur í Skibbereen

Í vikunni 4.-8. mars héldu Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir til Írlands vegna Norðurslóðaverkefnsins Target Circular. Markmið ferðarinnar var verkefnafundur samstarfsaðila og viðburður á vegum samstarfsaðilanna.
Lesa meira

Fjárfestahátíð Norðanáttar heldur áfram að tengja frumkvöðla og fjármagn

Þriðja árið röð komu allir helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði til fundar við frumkvöðla sem vinna að verkefnum tengdum auðlinda-, orku- og umhverfismálum.
Lesa meira

Leikflokkur Húnaþings vestra er framúrskarandi verkefni á sviði menningar 2023

Leikflokkur Húnaþings vestra hlýtur viðurkenninguna fyrir leikritið Himinn og Jörð. Leikflokkurinn hefur getið af sér gott orðspor við uppsetningu á verkefnum og er árangurinn eftir því. Tvisvar sinnum hefur leikflokknum hlotnast sá heiður að sýningar hópsins hafi verið valin athyglisverðasta áhugaleiksýning og fengið að sýna verkið í Þjóðleikhúsinu.
Lesa meira

Leggja til leiðir að byggðafestu

Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Lesa meira

Kaffibrennslan Korg í Skagafirði er framúrskarandi verkefni á sviði atvinnu og nýsköpunar 2023

Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hljóta viðurkenninguna fyrir kaffibrennsluna Korg fyrir framleiðslu á kaffi. Uppbygging er hafin á kaffibrennslu á Páfastöðum 2 í Skagafirði en kaffibrennslan Korg hefur það markmið að flytja inn ferskar kaffibaunir í háum gæðum og auka þannig úrval af gæða kaffi á Íslandi, sérstaklega á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Silfurbergi í Hörpu í gær. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV var stödd þar ásamt fleiri góðum fulltrúum frá Norðurlandi vestra og landinu öllu.
Lesa meira