26.03.2025
Á vef Umhverfis- og orkustofnunar má nú sjá auglýsingu um styrki til nýtingar og leitar á jarðhita. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 1 milljarði króna í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028 á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.
Lesa meira
25.03.2025
Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um stofnun þekkingargarða á Norðurlandi vestra, með höfuðstöðvar á Sauðárkróki. Verkefnið miðar að því að tengja saman atvinnulíf, menntastofnanir og sveitarfélög með áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu og nýsköpun. Samningurinn nemur 8 milljónum króna og er liður í stefnumótandi byggðaáætlun stjórnvalda.
Lesa meira
25.03.2025
Undirritaður hefur verið viðaukasamningur um styrk til verkefnis sem snýr að orkuskiptum á köldum svæðum í Húnaþingi vestra. Verkefnið felur í sér greiningu og undirbúning á uppsetningu staðarveitna með varmadælum þar sem ekki er tenging við hitaveitu. Markmiðið er að bæta búsetuskilyrði, draga úr orkukostnaði og stuðla að sjálfbærari orkunýtingu.
Lesa meira
24.03.2025
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni sem fram hafa farið á Norðurlandi vestra árið áður. Stjórn hefur valið hvaða verkefni hljóta viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni árið 2024.
Lesa meira
23.03.2025
Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í tengslum við að þróa viðskiptahugmyndir. Farið verður yfir markaðsgreiningu tækifæra og hvernig viðskipta- og markaðsáætlanir eru byggðar upp. Lögð er áhersla á að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta í stofnun og rekstri fyrirtækis. Námskeiðið er gjaldfrjálst en skráningar er þörf.
Lesa meira
23.03.2025
Dagana 10.–13. mars sóttu Davíð Jóhannsson og Sveinbjörg Pétursdóttir, starfsmenn SSNV, lokafund verkefnisins Target Circular sem haldinn var í Tromsö í Noregi. Fundurinn markaði formleg lok átaksverkefnis sem miðar að því að styðja frumkvöðla í þróun hringrásarhagkerfisverkefna með sjálfbærni að leiðarljósi.
Lesa meira
20.03.2025
Síðastliðinn þriðjudag, 18. mars, var boðið upp á fræðslu fyrir konur og kvár um ofbeldi í nánum samböndum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Farið var yfir eðli ofbeldissambanda, einkenni sem og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Það á ekkert okkar að þurfa að búa við ofbeldi í neinni mynd, hvorki þau sem fullorðin eru né börn.
Lesa meira
19.03.2025
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt ársfund sinn á Skagaströnd 13. mars sl. en þar hefur verið starfsemi frá því í nóvember 2009.
Árlega er haldinn ársfundur og ársskýrsla gefin út og eins og áður segir var fundurinn í ár haldinn á Skagaströnd. Fulltrúi frá SSNV mætti á ársfundinn og hlýddi á fjölbreytt og fróðleg erindi sem þar var boðið upp á.
Lesa meira
18.03.2025
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og mun láta af störfum 1. apríl nk. Stjórn SSNV þakkar henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í framtíðarverkefnum. Stjórn SSNV hefur ákveðið að ráða Sveinbjörgu Rut Pétursdóttur, verkefnastjóra SSNV tímabundið, sem framkvæmdastjóra til 1. september 2026.
Lesa meira
18.03.2025
Um síðustu helgi hélt kvartett frá Skagaströnd tónleika fyrir íbúa nokkurra öldrunarstofnana á Norðurlandi vestra, en verkefnið "Gleði í gömul hjörtu" snérist um að færa eldri kynslóðinni lifandi tónlist með skemmtilegum og léttum lögum sem margir þekkja. Tónleikarnir voru haldnir á HSN á Sauðárkróki, Hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd, HSN á Blönduósi og HVE á Hvammstanga. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir 2025. Framtak kvartettsins frá Skagaströnd er frábært dæmi um hvernig list og menning geta sameinað kynslóðir og fært gleði inn í daglegt líf.
Lesa meira