BEINT FRÁ BÝLI DAGURINN - 15 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ UM LAND ALLT

Í tilefni að 15 ára afmæli Beint frá býli mun verða blósið til afmælishátíðar um land allt. Við hér á Norðurlandi vestra tökum heldur betur þátt og bjóðum til afmælishátíðarinnar á Stórhóli í Skagafirði, þar sem gestgjafinn er Sigrún Helga Indriðadóttir, bóndi og handverkskona. Metþátttaka er í okkar landshluta af bændum og handverksfólki sem eru öll að gera eftirtektarverða hluti í vöruþórun beint frá býli. Nánar dagskrá og upplýsingar þegar nær dregur. En takið daginn frá og við sjáumst í Skagafirði hjá Sigrúnu Helgu.
Lesa meira

Styrkhafar Uppbyggingarsjóðs í sóknarhug

Það er ánæjulegt að sjá hversu mörg verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra 2023 eru komin vel á veg. Á undanförnum árum hefur umsækjendum í sjóðinn fjölgað og verkefni eflst.
Lesa meira

Starfsfólk SSNV heimsótti í dag Foodsmart Nordic

Foodsmart Nordic fékk styrk úthlutun Sóknaráætlunar Norðurlands vestra, Uppbyggingarsjóðs 2023 að upphæð 3 milljónir og 120 þúsund í vöruþróun og markaðssetningu á Sæbjúgu sem fæðubótar- og bragðefni. Foodsmart Nordic framleiðir hágæða fæðubótaefni úr íslensku sjávarfangi sem áður fyrr fór forgörðum. Félagið sér mikil tækifæri í framleiðslu á hágæða fæðubótarefnum úr íslenskum hráefnum í samstarfi við önnur fyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Stefnt er að því að framleiða 150 tonn af endanlegum afurðum í þessum fyrsta áfanga fyrirtækisins á Blönduósi og verður framleiðslan gæðavottuð til útflutnings.
Lesa meira

Stefnumótun fyrir ferðaþjóustu á Norðurlandi vestra

Mikilvægt plagg fyrir framtíðina, en vinnan rétt að byrja.
Lesa meira

Bókun stjórnar SSNV

Vegna Reykjavíkurflugvallar: Stjórn SSNV lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Skerjafirði.
Lesa meira

Bókun stjórnar SSNV

Til Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra; Yfirdýralæknir hefur lagt til við Matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem muni vinna að útfærslu á nýrri aðferðafræði við útrýmingu á riðuveiki.
Lesa meira

15 milljón króna styrkur til lagningar vatnslagnar á Laugarbakka

Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri í Húnaþingi vestra undirrituðu á dögunum viðaukasamning við sóknaráætlun Norðurlands vestra að upphæð kr. 15.000.000.
Lesa meira

Úthlutun úr matvælasjóð - Þrjú verkefni fá styrk á NV

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað um 577 milljónum króna úr Matvælasjóð. Alls bárust 177 umsóknir í sjóðinn og hlutu 53 af þeim styrk. 10% af veittum styrkjum fóru til Norðurlands vestra. Það voru Sjávarlíftæknisetrið BioPol, Ísponica og Burnirót sem náðu í styrk að þessu sinni fyrir hönd landshlutans.
Lesa meira

Margur er knár þó hann sé smár - Kynning á niðurstöðum rannsóknar

Þann 7. júní næstkomandi verða haldnir opnir kynningafundir á Hvammstanga og á Blönduósi þar sem doktor Vífill Karlsson kynnir niðurstöður rannsóknar þar sem borið var saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í A-Hún, V- Hún og Dölunum.
Lesa meira

Opið er fyrir umsóknir í loftslagssjóð til 15. júní

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Við höfum brennandi áhuga á loftsslagsmálum og aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki við umsóknarskrif. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með hugmynd sem gæti átt erindi í þennan sjóð
Lesa meira