Við leitum að liðsfélaga!

SSNV leitar að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnisstjóra til að styðja við framþróun í menningar-, atvinnu-, og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Um er að ræða fjölbreytt starf sem tengist menningarstarfsemi landshlutans, atvinnulífi og markaðssetningu á þeim fjölbreyttu tækifærum sem Norðurland vestra býður upp á.
Lesa meira

Fræðsluferð SSV og SSNV til Skotlands

Oft hefur verið rætt um mikilvægi fræðslu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og ýmsar leiðir verið farnar til að koma til móts við þá þörf. Undanfarin kjörtímabil hafa ýmis landshlutasamtök sveitarfélaga skipulagt fræðsluferðir fyrir kjörna fulltrúa og bæjar- og sveitarstjóra til að kynna sér hvað efst er á baugi hjá nágrannaþjóðum. Í hópi þessara landshlutasamtaka eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem ákváðu snemma á þessu ári að skipuleggja sameiginlega ferð til Skotlands.
Lesa meira

Íþróttasjóður - opið fyrir umsóknir

Umsóknarfrestur er 2. október 2023 kl. 15:00.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir vegna þróunarverkefna búgreina

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um þróunarverkefni búgreina er til 2. október 2023.
Lesa meira

Tækniþróunarsjóður - umsóknarfrestur 15. september

Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Lesa meira

Umsóknarfrestur í Hljóðritasjóð

Hljóðritasjóður auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 15. september kl. 15:00.
Lesa meira

Norrænar orkulausnir fyrir græn umskipti

Auglýst eftir umsóknum í Norrænt samstarfsverkefni. Umsóknarfrestur er 14. september 2023.
Lesa meira

Haustþing SSNV fer fram á Hótel Laugarbakka

7. haustþing SSNV haldið á Hótel Laugarbakka 12. október 2023.
Lesa meira

SSNV hlýtur styrk úr samfélagssjóði Landsvirkjunar

Í seinustu viku fengum við þær frábæru fréttir að hafa fengið úthlutað styrk fyrir tveimur viðburðum úr samfélagssjóði Landsvirkjunar þ.e. valdefling ungs fólks á Norðurlandi vestra og örráðstefna um umhverfismál.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota.

Startup Stormur er sjö vikna hraðall beint að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira